Fréttir

Skólaþing

Þingeyjarskóli er orðin 10 ára gömul stofnun en skólinn tók til starfa haustið 2012 eftir sameiningu Hafralækjarskóla, Litlulaugaskóla, leikskólanna Barnaborgar og Krílabæjar og tónlistardeilda. Í húsnæði skólans á Hafralæk hófst skólastarf haustið 1972 þannig að skólahúsnæðið og skólastarf á Hafralæk er 50 ára gamalt í ár. Við ætlum að gera þessum tímamótum skil á skólaárinu.

Haustþema

Laust starf við leikskóladeildina Krílabæ

Okkur vanta starfskraft í 50 - 60% starf við leikskóladeildina okkar í Krílabæ

Skólasetning 2022

Skólasetning grunnskóla- og tónlistardeildar Þingeyjarskóla

Skólasetning grunnskóla- og tónlistardeildar Þingeyjarskóla verður mánudaginn 22. ágúst kl. 16:30 í húsnæði skólans á Hafralæk. Hlökkum til að sjá sem flesta á setningunni.

Laus störf við Þingeyjarskóla

Eftirfarandi störf eru laus til umsóknar hjá Þingeyjarskóla....

Laust starf í Krílabæ

Þingeyjarskóli auglýsir eftir leikskólakennara/leikskólastarfsmanni í 50-60% starf við leikskóladeildina Krílabæ á Laugum í Reykjadal.

Þingeyjarskóli auglýsir eftir kennurum.

Lausar stöður kennara við Þingeyjarskóla.

Vorgleði Þingeyjarskóla 26. apríl kl. 20:00

Vorgleði Þingeyjarskóla árið 2022 verður haldin í Ýdölum þann 26. apríl kl. 20:00

Skuggakosning í Þingeyjarskóla - Nafnið Þingeyjarsveit með flest atkvæði nemenda.

Nemendur Þingeyjarskóla héldu Skuggakosningu um nafn á nýju sameinuðu sveitarfélagi Skútustaðarhrepps og Þingeyjarsveitar. Kosið var um fjögur nöfn; Goðaþing, Laxárþing, Suðurþing og Þingeyjarsveit. Kjörsókn var 90%. Á kjörskrá voru 71 nemandi við skólann og kusu 64. Gildir seðlar voru 64. Enginn ógildur seðill. Úrslit urðu þau að Þingeyjarsveit hlaut 32 atkvæði eða 50% greiddra atkvæða. Laxárþing hlaut 19 atkvæði Suðurþing hlaut 7 atkvæði Goðaþing hlaut 6 atkvæði Kjörnefnd var að störfum og voru það nemendur af unglingastigi sem skipuðu hana. Komið var upp kjörklefum og blásið til kjörfundar í félagsheimilinu Ýdölum. Framkvæmdin tókst að öllu leyti mjög vel og óhætt að hrósa þessum öflugu unglingum Þingeyjarskóla fyrir framkvæmdina.