Fréttir

Þingeyjarskóli auglýsir eftir yfirmatráði við starfsstöð skólans á Hafralæk

Þingeyjarskóli auglýsir eftir yfirmatráði við mötuneyti skólans á Hafralæk frá og með 1. ágúst 2021 Fyrir frekari upplýsingar smellið á tengilinn hér fyrir ofan.

Hugaríþróttamót Skjálfanda í Ýdölum

Félagsmiðstöðin Skjálfandi hélt á dögunum sitt fyrsta hugaríþróttamót Þingeyjarskóla þar sem keppt var í hinu geysivinsæla kænskuspili "Magic the gathering".

Framhaldsskólinn á Laugum með tónlistarsýningu.

Nemendur Framhaldsskólans á Laugum eru með tónlistarsýninguna Bugsy Malone í Þróttó 1. og 2. maí. Sjá meðfylgjandi auglýsingu.

Glanni glæpur í Latabæ

Nemendur miðstigs Þingeyjarskóla ásamt nemendum 1. bekkjar frumsýna leikritið Glanni glæpur í Latabæ kl. 16:00 í dag. Höfundur leikritsins er Magnús Scheving og Karl Ágúst Úlfsson samdi söngtexta og Máni Svavarsson lögin.

Sigtryggur Karl gerði upp gamlan trébekk fyrir leikskólann.

Leikskóladeildir Þingeyjarskóla lokaðar í dymbilvikunni, þ.e. 29. - 31. mars.

Að öllu óbreyttu opna leikskóladeildirnar aftur miðvikudaginn 7. apríl.

Skólahald grunnskóla- og tónlistardeildar Þingeyjarskóla fellur niður fimmtudaginn 25. mars og föstudaginn 26. mars.

Skv. ákvörðun yfirvalda gilda hertar sóttvarnarreglur fyrir almenning í þrjár vikur eða til 15. apríl. Staðnám grunnskólabarna er óheimilt frá og með 25. mars til og með 31. mars.

Blái dagurinn, dagur einhverfunnar.

Við minnum á BLÁA DAGINN, dag einhverfunnar, sem við höldum hátíðlegan um land allt föstudaginn 9. apríl n.k. Þá eru vinnustaðir og skólar hvattir til að mæta bláklædd þann daginn og sýna þannig stuðning. Við mælum með allskonar bláum litum til að endurspegla það fjölbreytta litróf sem einhverfir lifa á. #blárapríl

Stóra upplestrarkeppnin

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar fór fram föstudaginn 5. mars í Safnahúsinu á Húsavík. Tíu ungmenni úr 7. bekk úr Borgarhólsskóla, Þingeyjarskóla, Grunnskólanum á Þórshöfn og Öxarfjarðarskóla komu fram og fluttu mál sitt fyrir gesti. Fulltrúar Þingeyjarskóla voru þau Alexandra Ósk Hermóðsdóttir og Ellert Guðni Knútsson. Bæði stóðu sig afar vel.

Ronja Ræningjadóttir