06.11.2023
Fyrirhugaðri Haustgleði Þingeyjarskóla er vera átti föstudaginn 10. nóvember er frestað.
Önnur tímasetning ákveðin síðar.
Með kærleikskveðjum.
Nemendur og starfsfólk Þingeyjarskóla
25.08.2023
Skv. skóladagatali er settur skipulagsdagur/starfsdagur á 18. september. Því miður láðist að setja daginn inn á skóladagatal leikskóladeildanna. Á því er beðist velvirðingar.
Barna- og fjölskyldustofa mun koma þennan dag og kynna fyrir öllu starfsfólki skólanna þriggja í sveitarfélaginu ýmislegt er viðkemur farsæld barna. S.s. farsældarlögin o.fl..
Þetta þýðir að mánudaginn 18. september er lokað í öllum deildum skólans. Þ.e. ekki hefðbundið leik- og grunnskólastarf.
17.05.2023
Vortónleikar tónlistardeildar Þingeyjarskóla voru haldnir 16. maí.
Fjöldamörg atriði voru þar sem nemendur á öllum aldri komu fram og stóðu nemendur sig með stakri prýði.
Það er ljóst að tónlistarstarfið í skólanum er í miklum blóma.
Við þökkum þeim fjöldamörgu gestum sem voru viðstaddir tónleikana fyrir komuna.
16.05.2023
Skólaslit grunnskóla- og tónlistardeildar Þingeyjarskóla verða miðvikudaginn 31. maí kl. 16:30 í Ýdölum.
Allir velkomnir
02.05.2023
Þingeyjarskóli auglýsir eftir starfsfólki....